tisa: desember 2005

laugardagur, desember 31, 2005

I smell 2006

�rið.
Ég náði um daginn að sannfæra dreng einn um að það væri í raun og veru árið 2004. Nafn drengsins verður ekki gefið upp.
Ég er með snilldar sannfæringarkraft, ég er ef til vill svona sófisti. Þeir sannfærðu nú margan manninn í den.

Matur.
Nú er svona steik-í-ofni lykt og takkaborðið er allt út í slefi.
Ég opnaði ísskápinn áðan, síðan þessi nýji kom hef ég ekkert slaðað mig á honum.
Inni í ísskápnum voru 4 dósir af ídýfu, sem gerir eina á mann.

�ramótaskaup.
Skylduáhorf á stöðinni sem er skylda að hafa og skylda að borga fyrir.
En þetta er gæðastöð, hvar annarstaðar getur maður horft á íslenska listaþætti og heimildaþáttaseríur allan liðlangan daginn?
En Skaupið, ég mun horfa á Skaupið með ídýfu í hönd.

Flugeldar.
Nei takk, en gaman að horfa úr öruggri fjarlægð.
Ég hræðist sprengjuglaða �slendinga, sérstaklega litla krakka með risavaxnar sprengjur.
Foreldrar! Hvað er að?


Stjörnuljós.
Kannski.

Brenna.

Var einu sinni gaman, en er í raun sækó.
"Brenna burt gamla árið" Maður er ekki frá því að skynja örlítinn vott af biturleika hjá þjóðinni.
Brenndu 2005, BRENNDU.


�ramótafögnuður
Er ég ein um þá skoðun að áfengi og sprengiefni er ekki góð samanblanda?
Ég óttast um geðheilsu okkar.

Það gæti hljóðað sem svo að ég þoli ekki áramótin.
Það er samt ekki satt.
Ég er bara góð í því að draga út svörtu hliðina.
Partur af örvhentni kannski.

Gleðilegt nýtt ár
og megi hið gamla brenna burt.

Nei 2005 var eitt besta árið.
Langbesta árið.

Sjáumst að ári liðnu


Tinna - Leti er lífstíll




tisa at 17:03

5 comments

föstudagur, desember 30, 2005

Heit heit

Okei

Janúar er alveg að koma og ég er næstum tilbúin. � eftir að finna mér áramótaheit, er samt komin með hugmyndir.

a) Gerast nísk .... það þýðir engar afmælis- og jólagjafir og ekkert "Hey �sgerður, á ég að kaupa ís handa þér?"

b) Fara til Frakklands og giftast Johnny Depp ... Tinna Depp ... mmmmmm

c) Hætta að beita ofbeldi ... tek upp andlegt í staðinn

d) Hætta að horfa á Laguna Beach í laumi

Eða kannski bara að halda mig við hefðina og ekki að strengja neitt heit.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 13:12

3 comments

þriðjudagur, desember 27, 2005

Noël

Jólin að verða búin og ég er eins og tunna í laginu. Eins og eftir hver jól.

En niðurstöðurnar eru komnar inn...

Gjöfin sem vann jólin 2005 er:

Kindahúfa.

Góðhjartaða systir mín puðaði og puðaði til að prjóna handa mér þessa húfu með kindum.


Nú eru bara áramótin eftir og síðan fer allt 'back to normal'
Skóli og slydda.

Jólin voru ágæt.
Jólaboð eru það ekki.

Ég fór í jólaboðamaraþon annan í jólum.

Frá kl. 12-20 var ég í jólaboðum. Þrjú til samans, ég náði hámarki saddsins. Hreint út sagt ekki góð tilfinning.

Engin fleyrir boð þar til næstu jól. Fjúff.


Best að skófla í tunnuna.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 20:43

7 comments

föstudagur, desember 23, 2005

Messan hans Láka

Ég vil koma hérna einu framfæri.

Andlit á ykkur sem eruð að borða skötu. Ég er ekki að borða skötu. Ég hef aldrei borðað skötu. Ég mun aldrei koma til með að borða skötu.

Jæja, ég er búin að öllu fyrir jólin. Ég hef samt mjög sterka tilfinningu fyrir því að ég hafi gleymt að kaupa gjöf handa einhverjum.
Klúður væri það.

Búin að hnoða saman pökkum. Ahhh.

Gleðieg jól.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 18:40

3 comments

miðvikudagur, desember 21, 2005

Fréttaskot

ÉG...

er búin að versla.
lýsi yfir gjaldþroti.
gef ekki jólagjafir aftur.

Bara svona að láta ykkur vita.

Ég var frá klukkan 11-21 í bænum, með klukkutíma pásu. Ég er ofur-verslarinn.
Ég fer ekki aftur í bæinn á næstunni.
Oj.

Ég gaf mér í jólagjöf svona iPod apparat. Ég varð mjög ánægð með jólagjöfina mína. Einum degi seinna var ég búin að skemma hann. Ég varð ekki eins ánægð þá.
Ég ákvað að æða í Apple-búðina alveg bandbrjáluð og froðufellandi og henda iPoddinum í hausinn á einhverjum.
Þegar þangað var komið lét ég Apple gaurinn fá iPoddinn. Hann ýtti á einn takka og hann var komin í lag.
Mér leið eins og fávita.


Ég er ekki fallisti í Kvennó.
7.5 í meðaleinkunn og ég er sátt.

Ég vil ekki vita hvað þið fenguð, nema að það hafi verið lægra en 7.5


Nennir einhver að minna mig á að fara að vinna?
Ég á til að gleyma því.
Gerðist á sunnudaginn. Úff, starfsmaður mánaðarins eða hvað?


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 18:29

7 comments

mánudagur, desember 19, 2005

Hvaða maður er þetta?

"Er hann dauður?"
Karlinn potaði í mannveruna semm lá þarna hreyfingalaus. Konurnar tvær stóðu hjá áhyggjufullar.
Maðurinn beygði sig niður og hristi manninn sem lá þarna. Önnur konan hvarf inn og kom skömmu seinna út með einn starfsmann, unga konu. Hún beygði sig líka niður og leit á manninn.
Unga konan fór aftur inn og eftir stutta stund kom lögreglan æðandi með sírenurnar á fullu. Lögreglumennirnir tveir stukku út úr bílnum og hlupu að manninum. Fólkið sem stóð yfir manninum hvarf aftur inn og lögregluþjónunum tókst að vekja manninn. Þeir spjölluðu léttilega við hann og fóru svo með hann.

Svo heldur fólk því fram að það gerist aldrei neitt spennandi á �slandi. Þetta var nú alveg svaka löggu-action þarna fyrir utan Sólon.
Rosalegt!


Frumskógur Fífuselsins hefur verið ruðinn, en ég tel það líklegt að annar skógur muni vaxa og dafna innan skamms.
It always does.

Farin að knúsa iPoddinn minn.

Og rólegan æsing með ævisögurnar lömbin góð. Hvar er jólaandinn?

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:36

3 comments

fimmtudagur, desember 15, 2005

Jólaandinn

� dag gerði ég góðverk.

Ég fór að fylla á inneignina mína rafrænt, svona eins og 21.aldar kvenmanni sæmir, en í staðin fyrir að láta mig fá 1000 króna inneign í 866-7838 þá lét ég 866-7938 fá 1000 krónur.

Gleðileg jól eigandi númers 866-7938 frá Tinnu.

Vá, hvað ég er góðhjörtuð manneskja.


Ég var að horfa á The Hitchhikers Guide to the Galaxy og það er án efa fyndnasta mynd sem ég hef séð í langan tíma.

Ekki fara neitt án handklæðis krakkar.

Farin að liggja í rúminu mínu.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 22:27

9 comments

miðvikudagur, desember 14, 2005

Svefnmaraþon framundan...

Já, núna mun svefn vera stundaður eins og aldrei áður.
Ég er loksins komin í langþráð jólafrí. Það getur aðeins þýtt eitt. Jólin eru að koma.


Ég setti inn endurbættar og öppdeitaðar ævisögur.
Hver man ekki eftir ævisögunum.
Ert þú ekki með ævisögu?
Kvartaðu þá.


Heimshornaflakkarinn hún systir mín mun snúa aftur á Frónina, súkkulaði brún eftir áströlsku sólina á morgun.
Ég ætla í ljós.
Eða svona spray-on-tan.


Farin að riðja frumskóginn í herberginu mínu.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 16:13

9 comments

þriðjudagur, desember 13, 2005

Nýtt upphaf

Góðir landsmenn og ólöglegir innflytjendur.


Ég er komin á blogspottið. Loksins. Vonandi á þetta eftir að reynast mér vel um óráðinn tíma.
Annars mun ég myrða Magga Dan. Með einhverju illskeyttara en gírafa.
Ef til vill tveimur gíröfum...

� morgun mun ég fara í langþráð jólafrí.
Andlit á ykkur sem farið ekki fyrr en á fimmtudaginn.

Ha, ha, ég vinn.

Ég er ekki alveg búin að ákveða útlitið hérna, uppástungur eru vel þegnar.
En annars megið halda kjafti með ykkar ykkar stafsetningaprédikanir.

Þetta stafsetningarnýlenda.

Hér gilda mínar reglur, hlýðið þeim.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 21:35

3 comments